Eliaquim Mangala er genginn til liðs við Everton.
Varnarmaðurinn skrifar undir lánssamning við enska félagið sem gildir út leiktíðina.
Hann hefur ekki átt fast sæti í liði City á þessari leiktíð en liðið hefur afgerandi forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Mangala kom til City frá Porto árið 2014 en enska félagið borgað tæplega 32 milljónir punda fyrir hann.