Tottenham og Manchester United eigast nú við í ensku úrvalsdeildinni og er staðan 2-0 fyrir heimamenn þegar fyrri hálfleik er að ljúka.
Það var Christian Eriksen sem kom Tottenham yfir eftir einungis ellefu sekúndna leik en markið kom eftir langa sendingu frá Jan Vertonghen.
Við nánari athugun kemur hins vegar í ljós að markið átti aldrei að standa þar sem að leikmenn Tottenham voru komnir yfir miðju, þegar upphafssparkið átti sér stað.
Mynd af þessu má sjá hér fyrir neðan.