Badou Ndiaye er genginn til liðs við Stoke City.
Hann skrifaði undir samning við félagið fyrr í kvöld og kemur til liðsins frá Galatasaray.
Stoke þarf að borga tyrkneska liðinu 14 milljónir punda fyrir Ndiaye.
Hann kemur frá Senegal og er 27 ára gamall miðjumaður.