Lucas Moura, sóknarmaður PSG var ekki í hóp hjá liðinu í gær sem vann 4-0 sigur á Montpellier.
Sóknarmaðurinn er sterklega orðaður við Tottenham þessa dagana og vonast til þess að klára skiptin í vikunni.
Hann hefur ekki átt fast sæti í liði PSG síðan að þeir Neymar og Kylian Mbappe komu til félagsins.
Tottenham og PSG ræða nú kaupverðið sín á milli en talið er að enska félagið sé tilbúið að borga 22 milljónir punda fyrir hann.
Lucas hefur nú þegar skoðað aðstæður hjá enska félaginu og vill hann komast til Englands sem allra fyrst.