Liverpool tók á móti WBA í enska FA-bikarnum í kvöld en leiknum lauk með 3-2 sigri gestanna.
Roberto Firmino kom Liverpool yfir strax á 5. mínútu en Jay Rodriguez jafnaði metin fyrir gestina, tveimur mínútum síðar.
Jay Rodriguez kom þeim svo yfir á 11. mínútu og Joel Matip skoraði svo sjálfsmark á 45. mínútu og staðan því 3-1 í hálfleik.
Mohamed Salah minnkaði muninn fyrir Liverpool á 78. mínútu en lengra komust þeir ekki og niðurstaðan því 3-2 sigur WBA.
WBA fer því áfram í 16-liða úrslitin en Liverpool er úr leik í keppninni í ár.