Liverpool tók á móti WBA í enska FA-bikarnum í kvöld en leiknum lauk með 3-2 sigri gestanna.
Það voru þeir Roberto Firmino og Mohamed Salah sem skoruðu mörk Liverpool í leiknum en Jay Rodriguez og Joel Matip sáu um markaskorun WBA í kvöld.
Liverpool fékk vítaspyrnu í stöðunni 1-2 og fór Roberto Firmino á punktinn en hann setti boltann í þverslánna.
Liverpool hefur nú misnotað sex spyrnur, af síðustu tíu vítum sem þeir hafa fengið sem er afleit tölfræði.
Leikmennirnir sem hafa verið að klikka fyrir þá eru Divock Origi, Roberto Firmino, Mohamed Salah og svo James Milner sem er alla jafna vítaskytta liðsins.