West Ham hefur staðfest komu Joao Mario miðjumanns Inter á láni frá Inter.
West Ham hefur svo forkaupsrétt á leikmanninum í sumar en þarf að borga 26 milljónir punda fyrir miðjumanninn.
Þessi 23 ára gamli miðjumaður er portúgalskur en hann hefur aðeins byrjað 5 leiki með Inter á leiktíðinni.
Þá hefur hann lagt upp 3 mörk í ítölsku Serie A á þessu tímabili en hann kom til félagsins frá Sporting árið 2016.