Tottenham er í viðræðum við Paris Saint-Germain um kaup á Lucas Moura.
PSG og Spurs ræða um kaupverðið en talið er að Tottenham sé til í að borga rúmar 20 milljónir punda.
Þessi 25 ára gamli leikmaður er ekki í plönum PSG en liðið hefur marga magnaða leikmenn.
Lucas er öflugur leikmaður en mörg stórlið börðust um hann þegar hann kom til Evrópu.
Fréttir í Frakklandi segja að Lucas hafi náð samkomulagi við Spurs en nú ræði félögin saman.