,,Þessir leikir eru erfiðir ef viðhorfið er ekki rétt,“ sagði Jose Mourinho stjóri Manchester United eftir 0-4 sigur á Yeovil í kvöld í enska bikarnum í kvöld.
Alexis Sanchez þreytti frumraun sína í leiknum og átti góða spretti.
,,Þeir gerðu okkur erfitt fyrir í fyrri hálfleik, stundum voru þeir að tækla okkur fast. Þeir voru skipulagðir.“
,,Við vorum atvinnumenn og í seinni hálfleik stjórnuðum við leiknum og vorum með boltann, við vorum með svæðið og gæði leikmanna.“
,,Sanchez er frábær viðbót, það eru allir ánægðir með að fá hann. Góðir leikmenn vilja góða leikmenn, Sanchez er frábær fyrir okkur. Við erum með frábæran hóp sóknarmanna og Sanchez kemur með þroska og reynslu.“