Jose Mourinho stjóri Manchester United fékk góða launahækkun þegar hann skrifaði undir nýjan samning í gær.
Mourinho var með 13,8 milljónir punda á ári en er nú með 15 milljónir punda á ári. Hann fékk því 170 milljóna króna launahækkun á ári.
Samningurinn gildir til ársins 2020 og er með möguleika á árs framleningu, í það minnsta.
Hann verður því hjá félaginu næstu þrjú árin en hann tók við liðinu af Louis van Gaal sumarið 2016.
Undir hans stjórn vann liðið m.a Evrópdeildina á síðustu leiktíð og þá varð liðið einnig enskur Deildarbikarmeistari.
United situr í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 53 stig, 12 stigum á eftir Manchester City.