fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433

Rúrik leitar réttar síns vegna falskra reikninga á samskiptamiðlum

Bjarni Helgason
Sunnudaginn 21. janúar 2018 23:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúrik Gíslason, leikmaður Sandhausen og íslenska landsliðsins hefur ákveðið að leita réttar síns vegna falskra Snapchat og Tinder reikninga í hans nafni.

Ljósmyndir frá leikmanninum voru teknar, án leyfis og notaðar við gerð þessara reikninga.

Rúrik færði sig um set í Þýskalandi á dögunum og samdi við Sandhausen en hann hefur spilað með Nürnberg þar í landi, undanfarin ár.

Yfirlýsingu frá Rúrik má sjá hér fyrir neðan.

Um helgina var athygli mín vakin á því að búið var að stofna falska Snapchat og Tinder reikninga í mínu nafni.

Við framkvæmd brotanna voru ljósmyndir af Instagram svæðinu mínu teknar ófrjálsri hendi og þannig látið líta út fyrir að ég væri notandi þessara reikninga.

Hér er um alvarleg brot að ræða á friðhelgi einkalífs míns og annarra. Vegna alvarleika brotanna fól ég lögmanni mínum þegar í stað að leggja fram kæru hjá lögreglu og hefur það verið gert.

Þýskalandi, 21. janúar 2018,
Rúrik Gíslason

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mjög óöruggur í starfi og fær engin skilaboð – ,,Höfum ekkert talað saman síðustu mánuði“

Mjög óöruggur í starfi og fær engin skilaboð – ,,Höfum ekkert talað saman síðustu mánuði“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“
433Sport
Í gær

Hafði furðað sig á liðsfélögum Gylfa – „Loksins“

Hafði furðað sig á liðsfélögum Gylfa – „Loksins“
433Sport
Í gær

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til