fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433

Plús og Mínus – Albert á heima í HM hópi Íslands

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 14. janúar 2018 13:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson var gjörsamlega allt í öllu þegar Ísland vann 4-1 sigur á Indónesíu í dag.

Albert kom inn sem varamaður á 27 mínútu leiksins og jafnaði leikinn fyrir Ísland undir lok fyrri hálfleiks.

Hann tók svo hornspyrnuna sem annað mark Íslands kom upp úr en það skoraði Arnór Smárason.

Albert skoraði þriðja mark Íslands úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Hann fullkomnaði svo þrennu sína á 71 mínútu með einstaklings framtaki af bestu gerð.

Plús og mínus er hér að neðan.

Plús:

Frammistaða ALberts Guðmundssonar var mögnuð, frábærar hreyfingar, geggjaður leiksskilningur. Hann á heima í HM hópi Íslands. Þrenna og frábærir taktar, fullkomin dagur.

Jón Guðni FJóluson heldur áfram að standa sig vel þegar hann fær tækifæri, ætti að vera nokkuð öruggur með sæti sitt til Rússlands.

Íslenska liðið spilaði vel í leiknum í dag, margt jákvætt sem hægt er að taka úr leiknum og mikilvægar mínútur fyrir marga leikmenn.

Mínus:

Vonarstjarna Íslands þegar kemur að markvörðum, Rúnar Alex Rúnarsson gerði sig sekan um barnaleg mistök í marki Indónesíu.

Það er mínus fyrir íslenska liðið að hafa ekki fengið meiri mótspyrnu í þessum tveimur leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag