fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
433

Barton telur að Liverpool geti orðið betra lið án Philippe Coutinho

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. janúar 2018 21:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Philippe Coutinho gekk formlega til liðs við Barcelona í dag.

Hann kemur til félagsins frá Liverpool en spænska félagið borgar í kringum 142 milljónir punda fyrir Coutinho sem gerir hann að þriðja dýrasta knattspyrnumanni heims.

Stuðningsmenn Liverpool eru að vonum svekktir með söluna en Joey Barton telur að Liverpool geti orðið betri lið án hans.

„Klopp hefur verið í vandræðum með að koma þeim Coutinho, Mane, Salah og Lallana saman í byrjunarliðið,“ sagði Barton.

„Núna verða þetta bara Mane og Salah á köntunum, Firmino fremstur og Lallana eða Wijnaldum fyrir aftan þá. Ég held að salan komi til með að hjálpa Klopp.“

„Hann var með leikmann í liðinu sem vildi fara, hann fékk fullt af peningum fyrir hann og núna getur hann haldið áfram að styrkja liðið enn frekar. Það er kannski fáránlegt að segja það en ég held að Liverpool geti orðið betra lið án Coutinho.“

„Fyrir mér er Hazard ennþá betri leikmaður en Coutinho og Salah hefur verið besti leikmaður Liverpool á tímabilinu,“ sagði Barton að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Diallo birti skopmynd af Maguire eftir gærkvöldið – Líkti honum við einn þann besta

Diallo birti skopmynd af Maguire eftir gærkvöldið – Líkti honum við einn þann besta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stórlið vill kaupa Antony frá United í sumar – Búnir að setja upp verðmiða

Stórlið vill kaupa Antony frá United í sumar – Búnir að setja upp verðmiða
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Guardiola vill fimm nýja leikmenn í sumar

Guardiola vill fimm nýja leikmenn í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Neville segir sögu af Arne Slot – Hitti hann á aðfangadag og fékk mikla trú á honum sem persónu

Neville segir sögu af Arne Slot – Hitti hann á aðfangadag og fékk mikla trú á honum sem persónu
433Sport
Í gær

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma
433Sport
Í gær

Sendir Onana skýr skilaboð: ,,Stundum þarftu að halda kjafti“

Sendir Onana skýr skilaboð: ,,Stundum þarftu að halda kjafti“