Napoli fær erfitt verkefni í Meistaradeildinni á þessu tímabili en liðið er með Paris Saint-Germain og Liverpool í riðli.
Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, er mjög óánægður með dráttinn og þá sérstaklega með það að liðið þurfi að spila við Liverpool.
De Laurentiis skilur ekki af hverju Liverpool var í styrkleikaflokki þrjú eftir að hafa spilað í úrslitum í maí.
,,Við erum bitrir yfir þessu. Ég mun biðja um útskýringu frá UEFA,” sagði De Laurentiis sem er ansi litríkur karakter.
,,Liverpool spilaði í úrslitum Meistaradeildarinnar og þeir eru í styrkleikaflokki þrjú? Þetta er hræðilega óvenjulegt.”