Riyad Mahrez gekk í raðir Manchester City í sumar en hann kom til félagsins frá Leicester City.
Mahrez hefur spilað með City á undirbúningstímabilinu og lék í 3-2 sigri á Bayern Munchen í gær.
Vængmaðurinn meiddist þó í leiknum og er óvíst hvort hann verði klár fyrir byrjun deildarinnar í næsta mánuði.
Mahrez sneri aftur heim í gær en hann var myndaður á hækjum á flugvellinum í Manchester.
Útlit er fyrir að Mahrez muni missa af byrjun tímabilsins hjá City en hann á eftir að fara í frekari rannsóknir.