fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Sjáðu myndirnar: Flugvélin sem Sala var um borð í á hafsbotni – Búið að greina lík í vélinni

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 4. febrúar 2019 12:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er búið að finna flugvélina sem þeir Emiliano Sala og David Ibbotson ferðuðust með frá Nantes til Cardiff.

Þeir fóru í loftið þann 21. janúar síðastliðinn en flugvélin komst aldrei á leiðarenda og hefur hrapað yfir Ermasundinu.

Sala og Ibbotson voru einir um borð en sá fyrrnefndi var nýbúinn að skrifa undir samning við Cardiff í ensku úrvalsdeildinni.

Vélin fannst í gær og í dag hefur verið greint frá því að búið sé að finna eitt lík hjá vélinni, ekki hefur verið greint frá því hvort það sé Sala eða Ibbotson.

Líkið sást með myndavél sem fór á hafsbotn og skoðaði vélina og þar í kring. Frekari tíðinda af þessum harmleik má vænta í dag.

Það var lítill bátur sem rakst á part úr flugvélinni í gær en harmleikurinn hefur haft mikil áhrif á knattspyrnuheiminn.

Sala hafði gengið í raðir Cardiff þar sem Aron Einar Gunnarsson spilar en átti eftir að mæta á sína fyrstu æfingu.

Leitarteymið hefur birt myndir af vélinni á hafsbotni sem sjá má hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni