Manchester United og Liverpool áttust við í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikið var á Old Trafford.
Leikurinn sjálfur var engin flugeldasýning en engin mörk voru skoruð og markalaust jafntefli niðurstaðan.
United missti þrjá leikmenn af velli í fyrri hálfleik en þeir Ander Herrera, Juan Mata og Jesse Lingard fóru allir útaf meiddir.
Marcus Rashford var einnig að glíma við ökklameiðsli en þurfti að klára leikinn þar sem United var búið með skiptingar.
Rashford fann mikið til í ökklanum en reyndi að harka það af sér og gaf sitt besta í leiknum.
Michael Owen, fyrrum leikmaður United og Liverpool, er ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna heimaliðsins þessa stundina.
Owen vildi sjá leikmenn Liverpool sparka í ökkla Rashford í síðari hálfleik svo hann þyrfti að fara af velli meiddur.
,,Ef ég væri Jurgen Klopp í þessum búningsklefa í hálfleik og Manchester United getur ekki gert fleiri breytingar þá myndi ég segja mínum mönnum að sparka í ökkla Rashford sem hann hefur haltrað á allan fyrri hálfleikinn,“ sagði Owen.
Ummælin má heyra hér.
Wow. This is truly shocking punditry from Michael Owen. From a former player who struggled with injuries himself and only won a league title because he played for United you’d expect a lot more. pic.twitter.com/DSdO77rebU
— The Man Utd Way (@TheManUtdWay) 24 February 2019