Það gerðist ótrúlegt atvik í enska deildarbikarnum í kvöld er lið Chelsea og Manchester City áttust við.
Það voru engin mörk skoruð í venjulegum leiktíma í kvöld og heldur ekki í framlengingu.
Undir lok framlengingarinnar þá ætlaði Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, að skipta markmanninum Kepa Arrizabalaga útaf.
Kepa meiddist lítillega í framlengingunni og var ákveðið að skipta Willy Caballero inná í hans stað.
Kepa hins vegar neitaði að fara útaf og ætlaði sér að klára leikinn, þrátt fyrir ákvörðun þjálfarans.
Sarri gjörsamlega klikkaðist á hliðarlínunni eftir þessi skilaboð Kepa enda ákvörðunin ekki hans að taka.
Kepa virtist vera alveg sama um viðbrögð Sarri en myndavélarnar eltu hann eftir lokaflautið.
Markmaðurinn ákvað þar að blikka í átt að áhorfendum og ljóst að honum gæti ekki verið meira sama.