Jorginho, leikmaður Chelsea á Englandi, var ansi æstur fyrir leik gegn Manchester City í dag.
Það var mikið undir á Wembley en um var að ræða úrslitaleik enska deildarbikarsins þetta árið.
Jorginho fékk dæmda á sig aukaspyrnu eftir aðeins eina sekúndu í dag sem er mögulega heimsmet.
Ítalinn fór strax í áttina að Sergio Aguero, leikmanni Manchester City og stöðvaði hlaup framherjans ólöglega.
Brotið var mjög augljóst og var John Moss, dómari leiksins, ekki lengi að taka ákvörðun.
Miðjumaðurinn hefði líklega fengið gult spjald ef brotið hefði ekki verið eftir aðeins eina sekúndu.
Chelsea tók miðjuna og byrjaði með boltann en Jorginho ákvað að skemma aðeins fyrir og brjóta strax á Aguero eins og má sjá hér.