fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Landsþekktur söngvari sagðist vera nógu góður: ,,Hann sagði að ég væri feitur með bumbu“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 24. febrúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Tom Grennan fékk ansi sérstakt tækifæri nýlega er hann æfði með liði Luton í þriðju efstu deild á Englandi.

Grennan er 23 ára gamall söngvari en hann gaf það út nýlega að hann væri með hæfileikana til að ná árangri sem knattspyrnumaður.

Grennan lék fótbolta á sínum yngri árum og var á meðal annars í unglingaliði Luton.

Mick Harford, stjóri Luton, sá Grennan koma á reynslu en var ekki of hrifinn af tónlistarmanninum sem var alls ekki með það sem til þurfti.

,,Hann kallaði mig bara feitan. Hann sagði að ég væri með smá bumbu áður en hann klappaði maganum á mér!“ sagði Grennan.

,,Þetta var skemmtileg reynsla en það er klikkað hversu fljótir fótboltamenn eru og hversu fljótt boltinn hreyfist.“

,,Þetta var of hár gæðaflokkur fyrir mig. Ég spilaði með Luton í nokkur ár þegar ég var um 13 ára gamall.“

,,Félagið heyrði hvað ég hafði verið að tala um, að gerast fótboltamaður svo ákváðu að gefa mér tækifæri.“

,,Ég hef þó ekki spilað of mikið síðan tónlistarferillinn fór af stað og vöðvarnir eru ekki vanir þessu lengur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur
433Sport
Í gær

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn