Það styttist nú í stórleik í ensku úrvlasdeildinni er Manchester United tekur á móti Liverpool.
United hefur verið á gríðarlegri siglingu undanfarið og er taplaust í deildinni undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.
Liðið er án Nemanja Matic í leik dagsins en hann er meiddur og gæti misst af nokkrum leikjum vegna þess.
Hér má sjá byrjunarliðin á Old Trafford.
Manchester United: De Gea, Young, Shaw, Lindelof, Smalling, McTominay, Pogba, Herrera, Mata, Rashford, Lukaku
Liverpool: Alisson, Milner, van Dijk, Matip, Robertson, Fabinho, Henderson, Wijnaldum, Firmino, Mane, Salah.