fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
433Sport

Fremstu knattspyrnumenn Íslands fengu ekki kveðjuleik: ,,Tækifærin til að kveðja eru ekki alltaf til staðar“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlynur Bæringsson og Jónar Arnór Stefánsson munu báðir í kvöld leika sinn síðasta leik fyrir körfuboltalandsliðið. Tveir af þeim bestu í sögu körfuboltans á Íslandi kveðja.

Víðir Sigurðsson, skrifar skemmtilegan bakvörð í Morgunblað dagsins en þar er hann að tala um að það sé ekki sjálfsagður hlutur að kveðja afburða íþróttafólk.

Þannig hafa tveir bestu knattspyrnumenn í sögu Íslands spilað sinn síðasta leik án þess að nokkur vissi af.

,,Tækifærin til að kveðja afburða íþróttafólk eru ekki alltaf til staðar. Ásgeir Sigurvinsson, fremsti knattspyrnumaður Íslandssögunnar að margra mati, vildi af sinni alkunnu hógværð ekki lýsa því yfir fyrir leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli haustið 1989 að það yrði kveðjuleikur sinn,“ skrifar Víðir í bakverði sínum.

Ásgeir hefur alla tíð verið lítið fyrir athygli. ,,Sjálfur kvaddi Ásgeir hins vegar landsliðið í þeim leik á sinn hátt, með eftirminnilegri frammistöðu og einum af bestu leikjum sínum í landsliðstreyjunni, í 2:1 sigri á Tyrkjum.“

Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn síðasta landsleik á EM í Frakklandi árið 2016 en kallað var eftir því að hann myndi fá kveðjuleik á Laugardalsvelli. Aldrei varð að honum.

,,Eiður Smári Guðjohnsen lauk landsliðsferli sínum á EM í Frakklandi, með leik í 8 liða úrslitum, en ekki gafst tækifæri til að hylla hann sérstaklega í kveðjuleik. Þeir sem á annað borð hafa áhuga á körfubolta hljóta að nýta sér einstakt tækifæri með því að bregða sér í Höllina í kvöld og kveðja þá Jón Arnór og Hlyn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Muller kynntur til leiks í Kanada

Muller kynntur til leiks í Kanada
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur
433Sport
Í gær

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn
433Sport
Í gær

Fleiri á förum frá Liverpool

Fleiri á förum frá Liverpool
433Sport
Í gær

Krotar undir þrátt fyrir áhuga Ronaldo og félaga

Krotar undir þrátt fyrir áhuga Ronaldo og félaga