fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
433Sport

Boxleitner rekinn frá KSÍ og er ósáttur: ,,Hamren sagðist vera óánægður“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 13:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sebastian Boxleitner, hefur látið af störfum sem styrktarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Hann greindi frá því í vikunni. Í samtali við Vísir.is segist Boxleitner hafa verið rekinn.

Boxleitner var ráðinn til starfa eftir Evrópumótið í Frakklandi og var tvö og hálft ár í starfi.

Boxleitner var hins vegar aldrei með samning við KSÍ, aðeins var munnlegt samkomulag sem Geir Þorsteinsson, þá formaður KSÍ gerði við hann.

„Ég var bara rekinn,“ segir Boxleitner í samtali við Vísi og ítrekaði að hann hefði viljað vera áfram.

Eitthvað hefur Erik Hamren haft að segja um málið en Boxleitner segir að Hamren hafi ekki verið sáttur með sig.

„Erik sagði að vandamálið væri að samningurinn minn væri að renna út í febrúar en ég var aldrei með samning og það kom honum á óvart. Þá fór hann að tala um að þetta væri af fjárhagslegum ástæðum en ég komst aldrei í það að ræða um peninga.“

Boxleitner segist að það hafi reynst honum erfitt að fá svör frá KSÍ um framtíðina og hann hafi ítrekað reynt að ná á Guðna Bergsson, formann sambandsins.

„Erik sagðist vera óánægður með upphitunaræfingar mínar en alltaf þegar að við unnum saman sagðist hann vera ánægður með allt. Ég vildi endilega fá að vita hverju hann vildi breyta og þá sagði Erik að til hefði staðið hjá honum að ræða þetta við mig fyrir leikina í undankeppni EM í mars. Það var eins og hann væri að búast við því að ég yrði áfram en svo verður greinilega ekki.“

Viðtalið er í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Engir skemmtistaðir og ekkert áfengi – ,,Ert með einn möguleika og það er að vinna þína vinnu“

Engir skemmtistaðir og ekkert áfengi – ,,Ert með einn möguleika og það er að vinna þína vinnu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekki valinn í leikmannahópinn og er líklega að kveðja – United eða Newcastle?

Ekki valinn í leikmannahópinn og er líklega að kveðja – United eða Newcastle?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þekktur maður dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik – Lofaði að skila öllu en stóð ekki við loforðið

Þekktur maður dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik – Lofaði að skila öllu en stóð ekki við loforðið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hitti gamlan vin fyrir leikinn í dag – Mætir sínu fyrrum félagi

Hitti gamlan vin fyrir leikinn í dag – Mætir sínu fyrrum félagi
433Sport
Í gær

Ísland niður um þrjú sæti eftir vonbrigðin á EM

Ísland niður um þrjú sæti eftir vonbrigðin á EM
433Sport
Í gær

Tveir efnilegir lánaðir frá City

Tveir efnilegir lánaðir frá City
433Sport
Í gær

Grímur furðar sig á lögreglunni – „Greinilegt að menn hafi ekki lesið heima“

Grímur furðar sig á lögreglunni – „Greinilegt að menn hafi ekki lesið heima“
433Sport
Í gær

Galdur skrifar undir hjá KR

Galdur skrifar undir hjá KR