fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
433Sport

Arnar tók risastórt skref með lítið sjálfstraust: ,,Þeir voru bara, hver er þessi gaur?“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 20:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Arnar Gunnlaugsson sem er einn af merkilegri knattspyrnumönnum sem Ísland hefur átt, hann var undrabarn. Arnar á tvíburabróðir, Bjarka Gunnlaugsson sem einnig náði í fremstu röð í fótboltanum.

Arnar er einn af nokkrum Íslendingum sem hafa reynt fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni.

Arnar lék með Bolton í úrvalsdeildinni tímabilið 1997 til 1998 og lék þá 15 leiki fyrir liðið í efstu deild.

Arnari tókst ekki að skora mark í deildinni það tímabil en var svo frábær í Championship-deildinni tímabili seinna og var keyptur til Leicester.

Sjálfstraust Arnars var ekki mikið er hann samdi við Bolton en hann hafði upplifað erfiða tíma hjá Sochaux í Frakklandi.

Eftir að hafa stoppað stutt hjá ÍA hér heima þá ákvað Colin Todd, stjóri Bolton, að taka sénsinn og fékk Arnar til félagsins í úrvalsdeildinni sem var rosalegt stökk.

,,Það gerðist eitthvað á næstu tveimur vikum, á undirbúningstímabilinu. Ég fann það að ég væri komin heim, þetta var mitt level, enska úrvalsdeildin,“ sagði Arnar.

,,Við spiluðum æfingaleik og ég var strax kominn í liðið og það gekk vel. Ég fann að stuðningsmenn voru bara: ‘Hver er þessi gaur?’

,,Ég fann að þeir tóku mjög fljótt við mér og þá var ekkert aftur snúið. Svo byrjar úrvalsdeildin og ég kem inná í leikjum og er farinn að spila gegn Arsenal, Aston Villa, Stan Collymore, Gareth Southgate. Ég fann það bara að ég væri jafn góður og þessir gaurar.“

,,Ég var kominn í gott form og þetta tímabil var geðveikt fyrir mig. Þrátt fyrir að ég hafi byrjað þrjá leiki þá spilaði ég mikið, ég var alltaf fyrsti varamaður inn.“

,,Ég fann það að þegar leið á leikinn þá voru áhorfendur farnir að kalla og umfjöllun í blöðunum af hverju ég spilaði ekki meira.“

,,Það var samt hárrétt sem Colin Todd gerði, hann þekkti mína sögu í Frakklandi og var hægt og rólega að byggja mig upp.“

Arnar segir að Todd hafi gert mikið fyrir sig og kenndi sér á meðal annars mikilvæga lexíu sem borgaði sig.

,,Colin Todd kenndi mér eina mjög mikilvæga lexíu. Ég átti það til að yfirspila og klappaði boltanum of mikið og ég gerði það á röngum stað á vellinum.“

,,Hann sagði mér að fara ofar á völlinn og gera það á síðasta þriðjungnum. Hann sagði mér að vera meira effective. Það eru fullt af leikmönnum sem eru með eintóm skæri á miðju vallarins, hvaða gagn gerir það?“

,,Ertu að leggja upp mörk eða ertu að skora mörk? Nei, ókei þá ertu ekki tía eða nía. Hann kenndi mér það svolítið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Muller kynntur til leiks í Kanada

Muller kynntur til leiks í Kanada
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sara Björk verður áfram í Sádi-Arabíu

Sara Björk verður áfram í Sádi-Arabíu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stjarnan unga sást með annarri konu – Aldursmunurinn minni en þó töluverður

Stjarnan unga sást með annarri konu – Aldursmunurinn minni en þó töluverður
433Sport
Í gær

Fleiri á förum frá Liverpool

Fleiri á förum frá Liverpool
433Sport
Í gær

Krotar undir þrátt fyrir áhuga Ronaldo og félaga

Krotar undir þrátt fyrir áhuga Ronaldo og félaga
433Sport
Í gær

Hólmbert tekur áhugavert skref til Asíu

Hólmbert tekur áhugavert skref til Asíu
433Sport
Í gær

Sjáðu þegar Patrick skrifaði söguna uppi á Skaga í gær

Sjáðu þegar Patrick skrifaði söguna uppi á Skaga í gær