fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
433Sport

Segja að laun Kolbeins séu í sérflokki hjá Nantes: Þetta er hann sagður þéna

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 18. febrúar 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Nantes í Frakklandi virðast vera duglegir við að láta fréttamenn þar í landi vita hversu há laun Kolbeinn Sigþórsson, framherji félagsins er með.

Reglulega eru fréttir þess efnis í Frakklandi að Kolbeinn sé launahæsti leikmaður liðsins, framherjinn knái fær ekkert að spila hjá félaginu.

Waldemar Kita, forseti Nantes keypti Kolbein til félagsins árið 2015 frá Ajax. Framherjinn var gerður að launahæsti leikmanni félagsins þá og er það enn í dag.

Búist var við því að Kolbeinn færi frá Nantes í janúar en það gerðist ekki, hann er í vondri stöðu og fær ekkert að spila. .

Um helgina fjölluðu franskir miðlar um það að Nantes væri í tíunda sæti yfir félög í efstu deild Frakklands, þegar kemur að launagreiðslum.

Nantes borgar leikmanni að meðaltali 55 þúsund evrur í laun á mánuði. Kolbeinn er hins vegar sagður vera með 150 þúsund evrur á mánuði, fyrir skatt. Um er að ræða rúmar 20 milljónir íslenskra króna.

Það er rúmum þremur milljónum meira á mánuði en næst launahæsti leikmaður liðsins samkvæmt frönskum miðlum.

Anthony Limbombé er dýrasti leikmaður í sögu Nantes en hann þénar 75 þúsund evrur á mánuði, helmingi minna en framherjinn knái frá Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Krotar undir þrátt fyrir áhuga Ronaldo og félaga

Krotar undir þrátt fyrir áhuga Ronaldo og félaga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fólki brugðið við að sjá nafn Ed Sheeran á listanum

Fólki brugðið við að sjá nafn Ed Sheeran á listanum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu þegar Patrick skrifaði söguna uppi á Skaga í gær

Sjáðu þegar Patrick skrifaði söguna uppi á Skaga í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ná samkomulagi við Liverpool

Ná samkomulagi við Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lars sendir kveðju til Íslands eftir óhappið: „Skilaboð frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér heilum“

Lars sendir kveðju til Íslands eftir óhappið: „Skilaboð frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér heilum“
433Sport
Í gær

Högg í maga Valsara

Högg í maga Valsara
433Sport
Í gær

Sjáðu mörkin er Blikar fóru illa með Val í stórleiknum

Sjáðu mörkin er Blikar fóru illa með Val í stórleiknum