fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
433Sport

Brask Arnars og félaga sprakk í andlitið á þeim: ,,Alltaf einn trúður sem tekur þetta að sér”

Victor Pálsson
Mánudaginn 18. febrúar 2019 20:30

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Arnar Gunnlaugsson sem er einn af merkilegri knattspyrnumönnum sem Ísland hefur átt, hann var undrabarn. Arnar á tvíburabróðir, Bjarka Gunnlaugsson sem einnig náði í fremstu röð í fótboltanum.

Arnar segir frá skemmtilegri sögu frá tíma sínum hjá Leicester en hann lék með liðinu frá 1999 til 2002.

Það var hefð á Englandi að borga leikmönnum bónusgreiðslur með því að láta þá fá miða á leiki.

Það var venjan að leikmenn myndu fá miðana og selja þá á svörtum markaði sem skilaði góðum hagnaði.

,,Það er gömul hefð á Englandi, ég veit ekki hvort hún sé ennþá á lífi. Bónus leikmanna þegar þú kemst í úrslitaleiki þá er bónusinn þinn bara miðar, 50 til 60 miðar,“ sagði Arnar.

,,Það vita allir af þessu, þú færð þennan bónus og færð miðana. Hvað geriru við þessa miða? Þú selur miðana á svörtum markaði, það er alltaf einn trúður í hverju liði sem tekur að sér að vera þessi braskari.“

,,Hjá okkur var það Frank Sinclair. Þessi þáttur er ekkert spilaður á Englandi er það? Það var semsagt Frank Sinclair.“

,,Daginn fyrir úrslitaleikinn þá hittum við hann niðri á barnum, látum hann fá miðana og ég held að upphæðin sem ég hafi fengið var 8 þúsund pund sem var töluverð upphæð á þessum tíma.“

Miðarnir áttu að enda hjá stuðningsmönnum Leicester en sagan endaði alls ekki svo vel.

,,Miðarnir áttu að fara til Leicester stuðningsmanna. Ég man það alltaf þegar við sátum á gamla Wembley og leikmönnum og áhorfendum er skipt í ákveðið section. Ég sit með öðrum leikmönnum Leicester sem komust ekki í hópinn eða voru meiddir. Við horfum yfir á stuðningsmenn okkar og sjáum hvíta fána yfir ákveðið section á okkar hópi, innan um bláa fána.“

,,Við hugsuðum strax: ‘Bíddu, ég vona að þetta séu ekki miðarnir okkar. Ef þetta eru miðarnir okkar þá erum við í fokking slæmum málum.’ Svo reyndust þetta miðarnir okkar. Þetta vakti mikla athygli og andúð á meðal stuðningsmanna og blaðamanna þrátt fyrir að allir vissu að þetta væri loyalty bónus fyrir að komast í úrslitaleikinn.“

,,Enska knattspyrnusambandið ákvað að taka fast á þessu. Það voru gefnar út einhverjar nefndir sem voru að bauna á okkur leikmennina. Það var strax ljóst að það ætti að gera þetta að fordæmi og okkur að blórabögglum fyrir þetta. Það gerðist ekkert, það voru engin læti á leiknum.“

,,Ég held að við höfum fengið sekt en ekki leikbann. Ég fékk 8 þúsund pundin í seðlum, Frank Sinclair mætti á hótelið um kvöldið með seðlabúnt. Mig minnir að sektin eftir þetta hafi verið 30 þúsund pund! Þetta var leiðindarmál sem lét okkur líta út eins og við værum peningagráðugir gaurar sem voru að selja miðana á svörtum markaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Krotar undir þrátt fyrir áhuga Ronaldo og félaga

Krotar undir þrátt fyrir áhuga Ronaldo og félaga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fólki brugðið við að sjá nafn Ed Sheeran á listanum

Fólki brugðið við að sjá nafn Ed Sheeran á listanum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu þegar Patrick skrifaði söguna uppi á Skaga í gær

Sjáðu þegar Patrick skrifaði söguna uppi á Skaga í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ná samkomulagi við Liverpool

Ná samkomulagi við Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lars sendir kveðju til Íslands eftir óhappið: „Skilaboð frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér heilum“

Lars sendir kveðju til Íslands eftir óhappið: „Skilaboð frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér heilum“
433Sport
Í gær

Högg í maga Valsara

Högg í maga Valsara
433Sport
Í gær

Sjáðu mörkin er Blikar fóru illa með Val í stórleiknum

Sjáðu mörkin er Blikar fóru illa með Val í stórleiknum