fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
433Sport

Er sonur Cristiano Ronaldo næsta ofurstjarna fótboltans? – Ótrúleg tölfræði

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 14:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sonur Cristiano Ronaldo hefur ekki náð níu ára aldri en samt sem áður byrjaður að vekja mikla athygli fyrir frammistöðu sína á knattspyrnuvellinum.

Cristiano Ronaldo Jr. mun fagna 9 ára afmæli sínu í sumar en líkt og pabbi sinn, þá skipti hann um félag síðasta sumar. Guttinn, leikur með Juventus og spilar þar með U9 ára liði félagsins.

Augljóst er að drengurinn hefur fengið eitthvað af hæfileikum pabba síns því hann hefur skorað 58 mörk á þessu tímabili. Það er ekki öll sagan því Ronaldo Jr. knái hefur bara spilað 23 leiki.

Hann virðist markagráðugur eins og faðir sinn en hann hefur lagt upp 18 mörk fyrir liðsfélaga sína, hann er þekktur fyrir sín þrumuskot en lætur liðsfélagana stundum njóta góðs af.

Ljóst er að mikið verður fylgst með þessum unga strák í framtíðinni og hann mun þurfa að þola samanburð við pabba sinn. Ronaldo hefur verið einn besti knattspyrnumaður síðustu tíu árin.

Hér að neðan má sjá myndband með töktum kappans.

Tölfræði Cristiano Ronaldo Jr.
23 leikir
58 mörk
18 stoðsendingar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Virðist vera að fá útgönguleið frá Liverpool

Virðist vera að fá útgönguleið frá Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu afar umdeildan dóm Jóhanns Inga og hans manna í Kópavoginum

Sjáðu afar umdeildan dóm Jóhanns Inga og hans manna í Kópavoginum
433Sport
Í gær

Baunar á stjörnu liðsins sem sýndi öllum vanvirðingu – ,,Hann hefur beðið okkur afsökunar“

Baunar á stjörnu liðsins sem sýndi öllum vanvirðingu – ,,Hann hefur beðið okkur afsökunar“
433Sport
Í gær

Hato staðfestur hjá Chelsea

Hato staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Í gær

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’
433Sport
Í gær

Celtic sagt horfa til Liverpool – Gæti tekið mjög óvænt skref

Celtic sagt horfa til Liverpool – Gæti tekið mjög óvænt skref