fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
433Sport

Þetta er það sem Gylfi vill afreka: ,,Ég stefni á metið“

Victor Pálsson
Mánudaginn 11. febrúar 2019 16:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, er með markmið sem hann ætlar að bæta fyrir lok tímabils.

Gylfi hefur undanfarið ekki verið upp á sitt besta undanfarið eins og aðrir leikmenn Everton en liðið er í smá basli.

Íslenski landsliðsmaðurinn ætlar að skora meira en 11 mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en það er hans persónulega met.

Hann er nú þegar kominn með níu mörk í 23 leikjum en gerði 11 mörk fyrir Swansea tímabilið 2015/2016.

,,Ég mun bæta þetta met. Það eru nokkur mörk eftir áður en ég kemst þangað og það er nóg eftir,“ sagði Gylfi.

,,Það hefur verið gaman að skora mörkin sem ég hef skorað en ég stefni á metið.“

,,Ég set mér alltaf markmið í byrjun tímabils. Svo í lok tímabils er ég spurður hvort ég hafi náð þeim eða ekki.“

,,Ég mun ekki segja ykkur öll markmiðin en skal segja ykkur að ég vil bæta 11 mörkin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Chelsea að fá 20 milljónir fyrir meiðslapésa

Chelsea að fá 20 milljónir fyrir meiðslapésa
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Brynjólfur orðaður við Genoa

Brynjólfur orðaður við Genoa
433Sport
Í gær

Fyrrum stjörnu Manchester United bannað að mæta á æfingar

Fyrrum stjörnu Manchester United bannað að mæta á æfingar
433Sport
Í gær

Yfirgefur City eftir 13 ár hjá félaginu

Yfirgefur City eftir 13 ár hjá félaginu
433Sport
Í gær

Tilbúinn að veita stráknum líflínu: Enn að jafna sig andlega – ,,Allir eiga skilið annað tækifæri“

Tilbúinn að veita stráknum líflínu: Enn að jafna sig andlega – ,,Allir eiga skilið annað tækifæri“
433Sport
Í gær

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“
433Sport
Í gær

Saknar Xhaka meira en Wirtz

Saknar Xhaka meira en Wirtz