fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
433Sport

City skaut sér á toppinn með því að berja allt líf úr Chelsea

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 10. febrúar 2019 17:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City er aftur komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar, liðið átti ekki í neinum vandræðum með Chelsea þegar liðin mættust í dag.

City gaf tóninn í upphafi leiks og Chelsea tókst aldrei að ná sér á strík, allt líf var barið úr liðinu.

Raheem Sterling kom City yfir á fjórðu mínútu og markavélin, Kun Aguero kom City í 2-0 eftir þrettán mínútur.

Ilkay Gundogan kom City svo í 3-0 þegar tæpar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum, algjör niðurlæging.

Kun Aguero skoraði annað mark sitt og fjórða mark leiksns þegar 25 mínútur voru liðnar. 4-0 var staðan í hálfleik.

Aguero fullkomnaði svo þrennu sína í síðari hálfleik og kom City í 5-0 áður en Sterling skoraði sitt annað mark og sjötta mark liðsins.

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea gæti misst starf sitt eftir leikinn en spilamennska liðsins hefur verið hrein hörmung undanfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Brynjólfur orðaður við Genoa

Brynjólfur orðaður við Genoa
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

,,Hann mun líklega fara annað 2026″

,,Hann mun líklega fara annað 2026″
433Sport
Í gær

Shaw kennir sjálfum sér um og segist hafa brugðist Ten Hag og mörgum öðrum

Shaw kennir sjálfum sér um og segist hafa brugðist Ten Hag og mörgum öðrum
433Sport
Í gær

,,Vill einhver tala við mig?“

,,Vill einhver tala við mig?“
433Sport
Í gær

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“