Lið Barcelona á Spáni hefur hafnað nýrri hönnun Nike sem sér um að búa til treyjur félagsins.
Barcelona hefur lengi verið í samstarfi við Nike og sér um að hanna bæði aðal og varatreyjurnar.
Nike sendi tillögu til Barcelona á dögunum en þar má sjá hugmynd af nýrri varatreyju liðsins fyrir næstu leiktíð.
Barcelona hafnaði þessari hugmynd hins vegar strax því búningurinn er of hvítur.
Liðið vill ekki líkjast erkifjendum sínum í Real Madrid sem spilar einmitt í hvítum búningum.
Nike þarf því að stinga upp á einhverju öðru fyrir næstu leiktíð og verður fróðlegt að sjá hvernig framhaldið verður.
Hér má sjá búninginn umtalaða.