Liverpool gerði annað jafntefli á stuttum tíma í fyrradag er liðið mætti West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool gat náð fimm stiga forystu á toppi deildarinnar með sigri en þurfti að sætta sig við eitt stig.
Gestirnir byrjuðu leikinn vel og kom Sadio Mane liðinu yfir með fínu marki. Það hefði þó ekki átt að standa en James Milner var rangstæður í uppbyggingunni. Ekki löngu síðar þá jafnaði West Ham en hinn fjölhæfi Michail Antonio skoraði þá mark. Fleiri mörk voru ekki skoruð í London og er Liverpool nú með þriggja stiga forskot á toppnum.
Mo Salah sem hefur verið jafn besti maður deildarinnar síðasta árið mátti sitja undir ógeðslegu trúarníði frá stuðningsmönnum West Ham.
Í eitt skiptið þegar hann var að taka hornspyrnu komu nokkir miður falleg orð úr munni stuðningsmanna West Ham.
Salah er múslimi og trú hans varð til þess að hann þurfti að sitja undir ofbeldi. ,,Ógeðslega múslima kunta,“ var gargað úr stúkunni, miklar líkur eru á að Salah hafi heyrt þessi ógeðsegu orð.
Myndband af þeim má sjá hér að neðan.