Nantes í Frakklandi hótar að kæra enska úrvalsdeildarfélagið Cardiff eftir mikinn harmleik sem átti sér stað í janúar.
Framherjinn Emiliano Sala var þá farþegi í flugvél sem hrapaði yfir Ermasundinu og eru alla líkur á að hann sé látinn.
Sala var nýbúinn að skrifa undir samning við Cardiff og átti að koma til félagsins fyrir 15 milljónir punda.
Sú upphæð átti að vera borguð á þremur árum en Nantes heimtar nú að fá fyrsta hlutann borgaðan.
Cardiff hefur ekki borgað krónu af skiptunum ennþá en félagið vill fá á hreint hvað gerðist.
Nantes hótar nú að fara með málið alla leið fyrir dóm og vill fá borgað fyrir skiptin sem voru klár.