fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
433Sport

Minnir stuðningsmenn United á eitt versta tap sögunnar: ,,Þetta var niðurlæging“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 17:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edin Dzeko, leikmaður Roma, er ekki búinn að gleyma því sem átti sér stað á Old Trafford árið 2011.

Dzeko var þá partur af liði Manchester City sem vann ótrúlegan 6-1 útisigur á grönnunum í Manchster United.

Það var versta tap United á heimavelli frá árinu 1955 og vann City svo deildina í lok tímabils.

,,Að vinna þá 6-1 á þeirra heimavelli var niðurlæging, sérstaklega í grannaslag þá er það verra,“ sagði Dzeko.

,,Þetta gerðist allt svo hratt – við skoruðum þrjú mörk á fimm mínútum eða eitthvað svoleiðis.“

,,Kannski gaf það okkur orku og kraft til að hugsa að við gætum gert þetta þar til í lokin og svo vorum við liðið sem sigraði það árið.“

,,Að sigra Manchester United með Sir Alex Ferguson, einn besti þjálfari sögunnar, var sérstakt fyrir okkur og stuðningsmennina. Samband okkar var sérstakara eftir þetta því þeir elskuðu liðið meira.“

,,United kom alltaf með þennan fána þar sem þeir töldu árin síðan City vann síðast titil. Eftir þetta þá héldu þeir kjafti!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Telur að Tottenham sé ‘of lítið lið’ fyrir sig

Telur að Tottenham sé ‘of lítið lið’ fyrir sig
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Högg í maga United

Högg í maga United
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Andri Fannar fer líklega til Tyrklands

Andri Fannar fer líklega til Tyrklands
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Áhugaverð tölfræði Þorsteins varpar nýju ljósi á stöðuna – Þarf stuðning til að snúa genginu við

Áhugaverð tölfræði Þorsteins varpar nýju ljósi á stöðuna – Þarf stuðning til að snúa genginu við
433Sport
Í gær

Greina frá afar sorglegu andláti – Verður minnst um helgina

Greina frá afar sorglegu andláti – Verður minnst um helgina
433Sport
Í gær

Enn eitt enska stórliðið í umræðuna – Biðja um leyfi til að hefja samtalið

Enn eitt enska stórliðið í umræðuna – Biðja um leyfi til að hefja samtalið