Það er útlit fyrir að Guðni Bergsson muni halda áfram sem formaður KSÍ miðað við könnun Stöðvar 2.
Stöð 2 stóð fyrir könnun en þar voru möguleikarnir Guðni og Geir Þorsteinsson sem býður sig fram á ný.
Geir hætti sem formaður fyrir tveimur árum síðan og hefur Guðni sinnt starfinu síðan hann steig til hliðar.
Geir ákvað að bjóða sig fram á ný og segist vera með nýjar hugmyndir sem myndu hjálpa sambandinu.
Í könnum Stöðvar 2 þá fékk Guðni 88 prósent atkvæða gegn aðeins 12 hjá Geir og munurinn því gríðarlegur.
,,Ég trúi ekki þessari spá,“ sagði Geir en niðurstaðan mun koma í ljós á ársþingi KSÍ á laugardaginn.
Guðni er talinn sigurstranglegri en hann hefur þótt sinna starfinu nokkuð vel þessi tvö ár.
33 prósent þeirra sem hafa atkvæði á þinginu svöruðu könnun Stöðvar 2.