Joe Day markvörður Newport þurfti að hlaupa af velli eftir sigur liðsins á Middlesbrough í gær í enska bikarnum.
Day var frábær í leiknum en sigur Newport tryggir liðinu einvígi gegn Manchester City.
Day hljóp af velli eftir leik þar sem eiginkona hans var að eignast barn þeirra. Hann slökkti á símanum fyrir leik en hljóp síðan af velli.
Eignkona hans eignaðist tvíbura á meðan leiknum stóð en Day hljóp af velli og brunaði upp á sjúkrahúsið eftir leik.
Newport er lítið félag á Englandi en Day og félagar fá nú stórleik gegn Manchester City.
Börnin tvö má sjá hér að neðan.