Það fer fram stórleikur á Spáni í kvöld er lið Barcelona tekur á móti Real Madrid í El Clasico.
Um er að ræða leik í spænska bikarnum en það er mikill rígur á milli liðanna og má búast við miklu fjöri.
Lionel Messi er tæpur og er á bekknum hjá Barcelona. Gareth Bale er einnig á bekknum hjá Real.
Hér má sjá byrjunarliðin á Nou Camp.
Barcelona: Ter Stegen; Semedo, Piqué, Lenglet, Alba; Busquets, Arthur, Rakitić; Malcom, Coutinho, Suárez.
Real Madrid: Navas; Carvajal, Varane, Ramos, Marcelo; Llorente, Modrić, Kroos; Vázquez, Vinícius, Benzema.