Lokeren í Belgíu hefur losað sig við Geoffrey Mujangi Bia sem gekk aðeins í raðir liðsins á síðasta ári.
Bia er 29 ára gamall vængmaður en hann hefur leikið fyrir nokkur góð lið á ferlinum.
Bia á að baki leiki fyrir Wolves og Watford á Englandi en er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Standard Liege. Hann spilaði tvo landsleiki fyrir Belgíu árið 2009.
Hann fékk tölvupóst frá Lokeren á dögunum þar sem honum var sagt upp eftir atvik sem kom upp á skrifstofu þjálfara liðsins.
Glen De Boeck, þjálfari Lokeren, vildi ræða við Bia eftir leik við Kortrjik og var ósáttur við hegðun hans.
Bia hafði sýnt lítinn áhuga fyrir leik og í upphitun en og setti De Boeck spurningamerki við metnað leikmannsins.
Hann tók svo sannarlega ekki vel í það og reifst við De Boeck áður en hann tók upp stól og kastaði honum í kaffivél í reiðiskasti.
Stuttu síðar fékk hann svo tölvupóst frá félaginu og hefur spilað sinn síðasta leik.