fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Brjálaðist á skrifstofu þjálfarans eftir leik – Sagt upp í tölvupósti

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 21:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokeren í Belgíu hefur losað sig við Geoffrey Mujangi Bia sem gekk aðeins í raðir liðsins á síðasta ári.

Bia er 29 ára gamall vængmaður en hann hefur leikið fyrir nokkur góð lið á ferlinum.

Bia á að baki leiki fyrir Wolves og Watford á Englandi en er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Standard Liege. Hann spilaði tvo landsleiki fyrir Belgíu árið 2009.

Hann fékk tölvupóst frá Lokeren á dögunum þar sem honum var sagt upp eftir atvik sem kom upp á skrifstofu þjálfara liðsins.

Glen De Boeck, þjálfari Lokeren, vildi ræða við Bia eftir leik við Kortrjik og var ósáttur við hegðun hans.

Bia hafði sýnt lítinn áhuga fyrir leik og í upphitun en og setti De Boeck spurningamerki við metnað leikmannsins.

Hann tók svo sannarlega ekki vel í það og reifst við De Boeck áður en hann tók upp stól og kastaði honum í kaffivél í reiðiskasti.

Stuttu síðar fékk hann svo tölvupóst frá félaginu og hefur spilað sinn síðasta leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Klár í slaginn London í kvöld en þarf að svara til saka fyrir fimm nauðganir í fyrramálið

Klár í slaginn London í kvöld en þarf að svara til saka fyrir fimm nauðganir í fyrramálið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal mætir haltrandi til Spánar – Margir lykilmenn frá vegna meiðsla

Arsenal mætir haltrandi til Spánar – Margir lykilmenn frá vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Endurkoma Jude Bellingham í kvöld

Endurkoma Jude Bellingham í kvöld
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér
433Sport
Í gær

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið
433Sport
Í gær

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“