Douglas Costa leikmaður Juventus og Brasilíu var heppin að ekki fór verr er hann lenti í alvarlegu bílslysi í gær.
Costa var að keyra til Tórínó þegar hann skall saman við Fiat Punto bíl.
Costa keyrir um að Jeep Cherokee sem er mikið skemmdur eftir áreksturinn, á meðan Costa var á jeppa þá er Fiat Punto lítill skutlbíll.
Ökumaðurinn á Fiat bifreiðinni var fluttur á sjúkrahús en meiðsli hans voru lítil.
Costa hefur farið víða á ferli sínum en hann lék með Shaktar Donets og Bayern áður en hann kom til Juventus.
Myndir af bílunum eru hér að neðan.