Gangrýni á Gylfa Þór Sigurðsson leikmann Everton hefur heyrst á síðustu vikum, bæði frá blaðamönnum í Englandi og stuðningsmönnum Everton.
Everton er í krísu en frammistaða Gylfa er ekki áhyggjuefni fyrir félagið. Gylfi hefur skorað níu mörk í deildinni. Góð tölfræði fyrir miðjumann.
Enginn hreinræktaður miðjumaður hefur skorað meira, þrátt fyrir það heyrast raddi um að Gylfi hafi ekki verið nógu góður.
Hjá Sky Sports kemur svo í ljós að samkvæmt tölfræði fréttastofunnar, er Gylfi ellefti besti leikmaður deildarinnar á tímabilinu.
Gylfi er á sínu öðru tímabili með Everton en félagið hefur á þeim tíma verið með fjóra knattspyrnustjóra, Marco Silva er heitur í sæti sínu þessa stundina.
Eden Hazard hefur verið besti leikmaður deildarinnar samkvæmt reikningum Sky Sports en Mo Salah og Raheem Sterling koma þar á eftir.
Samantekt um þetta er hér að neðan.