Hárígræðslur eru alltaf að verða betri og betri og karlmenn sem fá skalla ungir að árum, fara í meira mæli í slíkar aðgerðir.
Wayne Rooney, fyrrum ramherji Manchester United varð kannski sá fyrsti sem vakti athygli á þessu. Hann talaði opinberlega um aðgerð sína, hann fór ekki í felur og hann hefur farið oftar en einu sinni.
Nýjasta dæmið er David Silva, leikmaður Manchester City. Hárið var farið að verða þunnt en Silva sagði því stríð á hendur og fór í aðgerð.
Antonio Conte, fyrrum stjóri Chelsea á eina frægustu greiðsluna. Hann var með skalla ungur að árum en er með þykkt og gott hár í dag.
Ensk blöð telja einnig að David Beckham hafi farið í slíka aðgerð, hárið á honum hefur orðið þéttara og betra með árunum. Telja blöðin að læknar eigi þar hlut að máli.