Ef mark má taka á Soccerex Football Finance er Arsenal eitt ríkasta knattspyrnufélag í heimi ásamt Tottenham.
Soccerex Football Finance skoðar stöðu leikmannahópsins, peninga í bankanum, mögulegar fjárfestingar, eignir og skuldastöðu.
Manchester United og Liverpool komast ekki á lista yfir ríkustu félög í heimi samkvæmt þessu.
Arsenal á 181 milljón punda á bankabók sinni en skuldir félagsins eru 255 milljónir punda.
Tottenham á 200 milljónir punda á bankabók en skuldir félagsins hafa hækkað eftir að félagið fór að byggja nýjan leikvang.
Manchester City er ríkasta félag í heimi og skorar hærra en PSG, en félagið stendur vel með ríkan eiganda.
Það vekur einnig athygli að ekki Barcelona eða Real Madrid eru á meðal fimm ríkustu félaga í heimi.
Tölfræði um þetta er hér að neðan.