Alfreð Finnbogason framherji Augsburg var í stuði í fyrradag þegar liðið mætti Mainz í þýsku úrvalsdeildinni.
Alfreð skoraði þrennu í leiknum og hefur nú skorað fjórar þrennur í þessari sterkur úrvalsdeild.
,,Ég tek þessu fagnandi, þetta byrjar vel eftir þrítugt. Ég get ekki kvartað,“ sagði Alfreð í Brennslunni á FM957 í gær, sem varð þrítugur á föstudag og það byrjar vel. Á fertugsaldri en í fullu fjöri.
Alfreð skoraði fyrstu tvö mörkin úr vítaspyrnum en þriðja markið var afar snyrtilega gert.
Alfreð er að sjálfsögðu í liði helgarinnar í Þýskalandi en liðið má sjá hér að neðan.