Það var fjör í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Manchester United vann þar nauman sigur á Leicester.
Manchester City vann góðan sigur á Arsenal í stórleik helgarinnar.
Chelsea slátraði Huddersfield á sama tíma og Cardiff vann góðan sigur á Bournemouth.
Tottenham vann nauman sigur á Newcastle. Þá gerðu West Ham og Liverpool jafntefli í gær í London.
Sky Sports heldur saman tölfræði yfir bestu leikmenn deildarinnar, skoðaðar eru fimm síðustu umferðirnar.
Gylfi Þór Sigurðsson er á listanum en hann í 36 sæti listans. Kun Aguero framherji Manchester City er á toppnum.