fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
433Sport

Svona hefur ´Morðinginn með barnsandlitið´breytt hlutunum: Ítarleg greinig

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 4. febrúar 2019 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United vann sterkan sigur í ensku úrvalsdeildinni í gær er liðið heimsótti Leicester City. Það getur verið erfitt að heimsækja Leicester en liðið elskar oft að spila gegn stórliðum deildarinnar.

United tókst að lokum að fara betur en aðeins eitt mark var skorað og það gerði framherjinn Marcus Rashford.

Mark Rashford kom snemma í fyrri hálfleik og dugði það til að tryggja liðinu dýrmæt þrjú stig.

Þetta var tíundi leikur Solskjær með United, liðið hefur unnið níu og gert eitt jafntefli. Á sínum tíma var Solskjær kallaður „Morðinginn með barnsandlitið“.
Hið saklausa andlit var duglegt að hrella andstæðingana og það virðist hann gera sem stjór líka. Hér að neðan er farið yfir það hverju Solskjær hefur breytt eftir að Jose Mourinho var rekinn.

Taktík

Það sem hann hefur gert á miðsvæðinu er að sleppa leikmönnum lausum sóknarlega, gefa þeim meiri kraft. Paul Pogba er nær framherjanum, yfirleitt Rashford. Ander Herrera og Nemanja Matic eru meira í því að halda svæðinu

Herrera er ekki lengur með það hlutverk að skapa hluti, hann nýtur sín best þegar hann er í skítavinnunni og notar boltann skynsamlega.

Pogba er stærsti plúsinn, hann hleypur á varnir andstæðinganna miklu oftar en hann gerði. Pogba hefur skorað sex mörk undir stjórn Solskjær og lagt upp líka. Hann er ánægður með leikstílinn sem hann er í núna, Pogba gerir meira varnarlega líka, hleypur meira.

Liðsval

Rashford er sá maður sem hefur grætt mest á komu Solskjær, hann þarf varla að fara út á kant lengur, eftir að Solskjær tók við. Stærstur hluti stuðningsmanna United taldi Rashford vera framherja, Solskjær er á sömu skoðun.

Rashford hefur mikla hæfileika og getur tekið menn á, hann hefur skorað sex mörk síðan að Mourinho var rekinn. Solskjær hefur ekki gert margar breytingar, Ashley Young og Luke Shaw eru áfram fyrstu kostir í bakverðina og Victor Lindelof heldur áfram að bæta sig.

Meiðsli hafa herjað á varnarmenn félagsins og Solskjær leitar að pari í hjarta varnarinnar, Eric Bailly vill verða maðurinn með Lindelöf. Þeir hafa bara byrjað þrjá leiki saman.

Sjálfstraust:

Hvernig Solskjær talar, hann talar um að gera hlutina ´The United way´ og að það sé heiður að klæðast treyju félagsins, það hefur fært félaginu nýtt líf.

Hugsunin núna er hvernig liðið getur haft áhrif á leiki í stað þess að núlla út andstæðinga sína, það sást best í sigri liðsins á Tottenham.

Leikurinn á Wembley var í fyrsta sinn í langan tíma sem United ferðast í útileik gegn stórliði en hélt í gildi sín. Liðið þurfti vissulega De Gea í sínu besta formi. United tók yfir leikinn í fyrri hálfleik sem skilaði sínu.

Leikmenn tala um að njóta fótboltans aftur og hvernig Solskjær tæklar mannlega hlutinn hefur spilað stórt hlutverk. Hvernig hann ræðir við leikmenn einn á einn hefur skipt máli.

Fjölmiðlar:

Hann er klókur þar, Solskjær segir margt án þess að segja of mikið, hann heldur hlutunum innan félagsins. Mournho notaði föstudaga til að senda skilaboð, tími hans á Old Trafford bjó því oft til vandamál.

Solskjær er ólíklegur til að láta leikmenn heyra það, hann neitaði að gera það eftir frammistöðu Andreas Pereira gegn Burnley en síðan var hann ekki í hóp gegn Leicester, hann talaði ekkert um það þegar Anthony Martial missti af flugi heim frá Frakklandi.

Í gær var svo Alexis Sanchez slakur gegn Leicster. ,,Hann spilaði vel en við þurftum að breyta leiknum,“ sagði Solskjær um skiptinguna á Sanchez í leiknum.

,,Martial kom inn með ferskar lappir, það var ekkert vandamál með sjálfstraust Sanchez. Hann spilaði vel.“

Starfsliðið:

Það virðast allir hafa hlutverk, Kieran McKenna og Michael Carrick sem Mourinho tók inn, hafa fengið meiri ábyrgð. Þeir hafa hugmyndir um taktík, Solskjær leitar oft til McKenna í miðjum leik.

Þeir eru ungi hlutinn í teyminu, svo eru Mike Phelan (56) og Mark Dempsey (55) með reynsluna. Phelan fór með Solskjær í gær að sjá PSG eftir sigurinn á Leicester, hann kemur með hluti frá Sir Alex Ferguson tímanum.

Dempsey var með Solskjær í varaliði United, hjá Molde og Cardiff.

Solskjær er á milli þessara manna í aldri, hann hefur því menn með mismunandi hugmyndir. Hann tekur svo það besta frá öllum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn eitt enska stórliðið í umræðuna – Biðja um leyfi til að hefja samtalið

Enn eitt enska stórliðið í umræðuna – Biðja um leyfi til að hefja samtalið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt hafa gert tilboð

United sagt hafa gert tilboð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Góð sala fyrir Val – „Sáttir með það sem við fáum“

Góð sala fyrir Val – „Sáttir með það sem við fáum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Höfnuðu nýju tilboði Valsmanna sem skoða nú stöðuna – Víkingur vildi fá leikmann á móti

Höfnuðu nýju tilboði Valsmanna sem skoða nú stöðuna – Víkingur vildi fá leikmann á móti
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Danirnir greiða KR – Sigruðu þriggja hesta kapphlaup um Íslendinginn

Þetta er upphæðin sem Danirnir greiða KR – Sigruðu þriggja hesta kapphlaup um Íslendinginn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eru ekki hættir þrátt fyrir kaup helgarinnar

Eru ekki hættir þrátt fyrir kaup helgarinnar
433Sport
Í gær

Orðaðir við Messi en forsetinn segir skiptin ómöguleg

Orðaðir við Messi en forsetinn segir skiptin ómöguleg
433Sport
Í gær

Sjáðu mismunandi sjónarhorn af umtalaða atvikinu í Úlfarsárdal

Sjáðu mismunandi sjónarhorn af umtalaða atvikinu í Úlfarsárdal