Marco Silva stjóri Everton í ensku úrvalsdeildinni vill að leikmenn félagsins reyni að hjálpa Gylfa Þór Sigurðssyni og Richarlison í markaskorun.
Everton er í tómum vandræðum þessa dagana og er starf Silva í hættu ef ekkert fer að breytast.
Gylfi og Richarlison hafa borið uppi sóknarleik liðsins í vetur, Richarlison skorað 10 mörk en Gylfi níu.
Þrátt fyrir það eru stuðnngsmenn félagsins duglegir að gagnrýna þá en Silva kaupi það ekki. ,,Þetta eru þeir leikmenn sem eru að skora fyrir okkur, þeir eru mikilvægir,“ sagði Silva.
,,Við getum samt ekki verið þannig lið sem setur alla pressuna á einn eða tvo leikmenn.“
,,Við verðum að leysa þessi vandamál saman, það er komið að því að aðrir leikmenn stígi upp. Það er ekki hægt að ætlast til þess að Richarlison og Gylfi skori alltaf.“