fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
433Sport

Er stjóri Arons að fara að segja upp störfum eftir harmleikinn?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 4. febrúar 2019 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er búið að finna flugvélina sem þeir Emiliano Sala og David Ibbotson ferðuðust með frá Nantes til Cardiff.

Þeir fóru í loftið þann 21. janúar síðastliðinn en flugvélin komst aldrei á leiðarenda og hefur hrapað yfir Ermasundinu. Sala og Ibbotson voru einir um borð en sá fyrrnefndi var nýbúinn að skrifa undir samning við Cardiff í ensku úrvalsdeildinni.

Vélin fannst í gær og í dag hefur verið greint frá því að búið sé að finna eitt lík hjá vélinni, ekki hefur verið greint frá því hvort það sé Sala eða Ibbotson. Líkið sást með myndavél sem fór á hafsbotn og skoðaði vélina og þar í kring. Frekari tíðinda af þessum harmleik má vænta í dag.

Sala hafði gengið í raðir Cardiff þar sem Aron Einar Gunnarsson spilar en átti eftir að mæta á sína fyrstu æfingu. Liðið lék sinn fyrsta heimaleik eftir hvarf Sala á laugardag, þar vann liðið góðan sigur á Bournemouth.

Meira:
Sjáðu myndirnar: Flugvélin sem Sala var um borð í á hafsbotni – Búið að greina lík í vélinni

Eftir leik labbaði Neil Warnock um völlinn með tárin í augunum og klappaði fyrir stuðningsmönnum Cardiff. Neil Asthon blaðmaður á Englandi, telur að Warnock gæti sagt upp störfum og hætt í fótbolta í vikunni. Þessi hræðilegi harmleikur hefur haft mikil áhrif á hann.

,,Neil Warnock virtist vera við það að segja stuðningsmönnum Cardiff að hann væri hættur að þjálfa,“ sagði Asthon.

,,Warnock hefur sagt að hann var nálægt því að hætta eftir að flugvélin með Sala hvarf.“

,,Warnock grét þegar hann gekk um völlinn og það lítur út fyrir að hann muni hætta í vikunni, það gæti eitthvað stórt gerst á næstu dögum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn eitt enska stórliðið í umræðuna – Biðja um leyfi til að hefja samtalið

Enn eitt enska stórliðið í umræðuna – Biðja um leyfi til að hefja samtalið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt hafa gert tilboð

United sagt hafa gert tilboð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Góð sala fyrir Val – „Sáttir með það sem við fáum“

Góð sala fyrir Val – „Sáttir með það sem við fáum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Höfnuðu nýju tilboði Valsmanna sem skoða nú stöðuna – Víkingur vildi fá leikmann á móti

Höfnuðu nýju tilboði Valsmanna sem skoða nú stöðuna – Víkingur vildi fá leikmann á móti
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Danirnir greiða KR – Sigruðu þriggja hesta kapphlaup um Íslendinginn

Þetta er upphæðin sem Danirnir greiða KR – Sigruðu þriggja hesta kapphlaup um Íslendinginn
433Sport
Í gær

Eru ekki hættir þrátt fyrir kaup helgarinnar

Eru ekki hættir þrátt fyrir kaup helgarinnar
433Sport
Í gær

Orðaðir við Messi en forsetinn segir skiptin ómöguleg

Orðaðir við Messi en forsetinn segir skiptin ómöguleg
433Sport
Í gær

Sjáðu mismunandi sjónarhorn af umtalaða atvikinu í Úlfarsárdal

Sjáðu mismunandi sjónarhorn af umtalaða atvikinu í Úlfarsárdal