fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
433Sport

Sverrir útskýrir af hverju hann fór til Grikklands: Auðveld ákvörðun

Victor Pálsson
Föstudaginn 1. febrúar 2019 18:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Ingi Ingason skrifaði í gær undir samning við gríska stórliðið PAOK.

Sverrir kemur þangað frá Rostov í Rússlandi en talið er að PAOK borgi fjórar milljónir evra fyrir íslenska landsliðsmanninn.

Varnarmaðurinn er spenntur fyrir komandi verkefni og segir að það sé léttir að skiptin séu loksins klár.

,,Það er mikill léttir að vera kominn hingað. Þetta var langur janúar og ég er ánægður með að vera kominn hingað,“ sagði Sverrir.

,,Ég tel að þetta sé gott næsta skref fyrir mig á ferlinum, þetta er risastórt félag í Grikklandi sem berst um titla á hverju ári og spilar í Evrópukeppni. Það er eitthvað sem ég vildi afreka á ferlinum og PAOK gaf mér það tækifæri. Þetta var auðveld ákvörðun.“

,,Ég myndi lýsa sjálfum mér sem aggressívum en nútíma varnarmanni sem vill spila leikinn og gefa boltann.“

,,Ég held að það sé mikill munur á deildunum. Þeir vilja sækja meira hér, í Rússlandi var þetta mjög varnarsinnað. Þetta verður ný áskorun sem er spennandi.“

,,Ég hef æft vel í janúar og hlakka til að komast á völlinn og byrja að spila á þessum fallega velli fyrir framan þessa stuðningsmenn.“

,,Allir hjá PAOK, við viljum vinna deildina og ef við vinnum hana ekki verða það vonbrigði. Ég vil hjálpa liðinu að ná sínum markmiðum og það myndi gleðja mig mikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Prakkarar náðu að plata sambandið – Sendu inn umsókn frá Xavi og Guardiola

Prakkarar náðu að plata sambandið – Sendu inn umsókn frá Xavi og Guardiola
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Komið ‘Here we go’ á félagaskipti Diaz til Bayern

Komið ‘Here we go’ á félagaskipti Diaz til Bayern
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Minnti rækilega á sig og skoraði þrennu í fyrsta leiknum – Sjáðu mörkin

Minnti rækilega á sig og skoraði þrennu í fyrsta leiknum – Sjáðu mörkin
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Solskjær sagður ætla að gefa fyrrum leikmanni United óvænta líflínu

Solskjær sagður ætla að gefa fyrrum leikmanni United óvænta líflínu
433Sport
Í gær

Þjálfarinn sendur upp í stúku í æfingaleik – Viðurkennir að hafa farið yfir strikið

Þjálfarinn sendur upp í stúku í æfingaleik – Viðurkennir að hafa farið yfir strikið
Sport
Í gær

Hafþór Júlíus bætti heimsmetið í réttstöðulyftu

Hafþór Júlíus bætti heimsmetið í réttstöðulyftu