Eiður Jack Erlingsson, ungur drengur var mættur á Old Trafford í gær þar sem hann sá leik Manchester United og Burnley.
Með honum í för var faðir hans, Erlingur Jack sem var knattspyrnumaður um langt skeið með Þrótti og fleiri liðum.
Eiður Jack datt í lukkupottinn fyrir leikinn en hann rakst meðal annars á Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóra United.
Þá hitti hann á Jóhann Berg Guðmundsson kantmann Burnley fyrir leikinn en Jóhann er að koma til baka eftir meiðsli. Hann kom við sögu síðasta korterið í leiknum.
Eiður og faðir hans fengu mikið fyrir peninginn en leiknum lauk með 2-2 jafntefli eftir að Burnley komst í 0-2, United jafnaði á dramatískan hátt seint í leiknum.