Það var heldur betur boðið upp á óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er Bournemouth tók á móti Chelsea.
Gestirnir frá London mættu sterkir til leiks og voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik sem endaði þó markalaus.
Í síðari hálfleik fór allt úrskeiðis hjá Chelsea og skoruðu heimamenn fjögur mörk gegn engu frá gestunum.
Bournemouth vann að lokum frábæran 4-0 sigur og er Chelsea nú í fimmta sæti með verri markatölu en Arsenal.
Þetta var stærsta tap Chelsea frá árinu 1996 í ensku úrvalsdeildinni en liðið tapaði þá 5-1 gegn Liverpool.
Liverpool missteig sig heima á sama tíma er liðið mætti Leicester City og gat náð sjö stiga forystu á toppnum.
Sadio Mane kom Liverpool í 1-0 snemma leiks en Harry Maguire tryggði gestunum svo stig undir lok fyrri hálfleiks.
Tottenham vann þá dýrmætan sigur á Watford. Eftir að hafa lent undir þá komu Heung-Min Son og Fernando Llorente heimamönnum til bjargar.
Southampton og Crystal Palace áttust einnig við en þeim leik lauk með 1-1 jafntefli á St. Mary’s.
Bournemouth 4-0 Chelsea
1-0 Josh King(47′)
2-0 David Brooks(63′)
3-0 Josh King(75′)
4-0 Charlie Daniels(95′)
Liverpool 1-1 Leicester
1-0 Sadio Mane(3′)
1-1 Harry Maguire(45′)
Tottenham 2-1 Watford
0-1 Craig Cathcart(38′)
1-1 Heung-Min Son(80′)
2-1 Fernando Llorente(87′)
Southampton 1-1 Crystal Palace
0-1 Wilfried Zaha(41′)
1-1 James Ward-Prowse(77′)