fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Stærsta tap Chelsea frá árinu 1996 – Jafnt á Anfield

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 21:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var heldur betur boðið upp á óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er Bournemouth tók á móti Chelsea.

Gestirnir frá London mættu sterkir til leiks og voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik sem endaði þó markalaus.

Í síðari hálfleik fór allt úrskeiðis hjá Chelsea og skoruðu heimamenn fjögur mörk gegn engu frá gestunum.

Bournemouth vann að lokum frábæran 4-0 sigur og er Chelsea nú í fimmta sæti með verri markatölu en Arsenal.

Þetta var stærsta tap Chelsea frá árinu 1996 í ensku úrvalsdeildinni en liðið tapaði þá 5-1 gegn Liverpool.

Liverpool missteig sig heima á sama tíma er liðið mætti Leicester City og gat náð sjö stiga forystu á toppnum.

Sadio Mane kom Liverpool í 1-0 snemma leiks en Harry Maguire tryggði gestunum svo stig undir lok fyrri hálfleiks.

Tottenham vann þá dýrmætan sigur á Watford. Eftir að hafa lent undir þá komu Heung-Min Son og Fernando Llorente heimamönnum til bjargar.

Southampton og Crystal Palace áttust einnig við en þeim leik lauk með 1-1 jafntefli á St. Mary’s.

Bournemouth 4-0 Chelsea
1-0 Josh King(47′)
2-0 David Brooks(63′)
3-0 Josh King(75′)
4-0 Charlie Daniels(95′)

Liverpool 1-1 Leicester
1-0 Sadio Mane(3′)
1-1 Harry Maguire(45′)

Tottenham 2-1 Watford
0-1 Craig Cathcart(38′)
1-1 Heung-Min Son(80′)
2-1 Fernando Llorente(87′)

Southampton 1-1 Crystal Palace
0-1 Wilfried Zaha(41′)
1-1 James Ward-Prowse(77′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Al-Nassr blandar sér óvænt í baráttuna og mun líklega hafa betur

Al-Nassr blandar sér óvænt í baráttuna og mun líklega hafa betur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Minnti rækilega á sig og skoraði þrennu í fyrsta leiknum – Sjáðu mörkin

Minnti rækilega á sig og skoraði þrennu í fyrsta leiknum – Sjáðu mörkin
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Newcastle sagt horfa til Wolves í leit að eftirmanni Isak

Newcastle sagt horfa til Wolves í leit að eftirmanni Isak
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tjáir sig um stöðu Isak – Stór ákvörðun framundan

Tjáir sig um stöðu Isak – Stór ákvörðun framundan
433Sport
Í gær

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni
433Sport
Í gær

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu
433Sport
Í gær

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum
433Sport
Í gær

Hallgrímur vill skipta Þorsteini út – „Fullreynt er þá þríreynt er“

Hallgrímur vill skipta Þorsteini út – „Fullreynt er þá þríreynt er“