Dimitar Berbatov, fyrrum framherji Manchester United fagnar afmæli sínu í dag og hefur verið að taka á móti kveðjum.
Berbatov var í beinni útsendingu á Instagram og þangað tókst ungum Íslendingi, að troða sér inn.
Hermann Helgi, heitir drengurinn sem mætti og gaf Berbatov kveðju frá Íslandi.
Það mátti sjá að Berbatov hafði gaman af því að fá kveðju beint frá landinu kalda en Berbatov átti frábæran feril.
Kveðjuna má sjá hér að neðan.
Þegar @Hermannhelgi hitti idolið sitt pic.twitter.com/JYmiS0UjgX
— Aron Elvar Finnsson (@AronElvar97) January 30, 2019